Oreo triffli með saltaðri karamellusósu
Botn
320 g Oreo kexkökur
100 g smjör
Aðferð:
Setjið Oreo kökurnar í matvinnsluvél og maukið, bræðið smjör og blandið því saman við.
Fylling
250 ml rjómi
170 g vanilluskyr
170 g bláberjaskyr
2 msk flórsykur
1 tsk vanilla
Aðferð:
Þeytið rjóma og blandið skyrinu saman við með sleif, bætið flórsykri og vanillu saman við í lokin.
Söltuð karamellusósa
200 g sykur
2 msk smjör
½ – 1 dl rjómi
½ tsk sjávarsalt
Aðferð:
Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu saman við. Leyfið sósunni að kólna alveg áður en þið hellið henni yfir kökuna.
Samsetning Oreo triffli.
Skiptið kexblöndunni niður í nokkur glös, sprautið fyllingu í glösin og setjið eina matskeið af karamellusósunni yfir. Endurtakið leikinn þar til glösin eru full og skreytið gjarnan með berjum og sigtið flórsykur yfir í lokin.