Kókoskaka með Ísey skyr jarðarberjafyllingu
4 eggjahvítur
1 bolli sykur
2 bollar kókosmjöl
100 g brytjað suðusúkkulaði eða spænir
1/4 tsk. lyftiduft
Á milli:
2 dósir Ísey skyr með jarðarberjum
1 peli rjómi
1 dós jarðarber
Ofan á:
Það er hægt að skreyta kökuna með hverju sem er, t.d. ferskum jarðarberjum, muldu Maltesers og Daim kurli. Karamellusósa er svo toppurinn en þá er smá Daim og rjómi brætt saman í litlum potti og hellt yfir allt í lokin.
Byrjið á því að hita ofninn í 150°C. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið svo sykrinum rólega saman við. Kókosmjöli, lyftidufti og smátt brytjuðu suðusúkkulaði er því næst hrært saman við með sleif. Þá er komið að því að smyrja tvö form (einnig hægt að nota bökunarpappír) og skipta blöndunni jafnt á milli. Bakið í 30 mínútur og látið kólna. Næst er rjóminn þeyttur og tveimur dósum af Ísey skyri með jarðarberjum hrært saman við með sleif ásamt einni dós af jarðarberjum (vökvinn sigtaður frá). Þá er blöndunni smurt á milli botnanna og að lokum er kakan skreytt.