Tikka Masala kjúklingur

3 hvítlauksrif
1 msk rifið ferskt engifer
3 msk sítrónusafi
1 dl vanilluskyr
1 dl hreint jógúrt
3 msk sítrónusafi
1 tsksalti
½ rauttchilialdin
1 tsk kóríanderfræ
Handfylli saxað kóríander
3 tsk garam masala
700 g  kjúklingakjöt, skorið í litla bita

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum saman og skerið kjúklingakjötið í litla bita. Setjið allt í plastpoka og inn í kæli í 2 – 3 klukkstundir, best yfir nótt. Eftir þann tíma er kjúklingurinn steiktur á pönnu í 2 – 3 mínútur og síðan fært yfir í pottinn með sósunni og látið malla í 15 – 20 mínútur.

Sósan:

2 – 3msk ólífuolía
2 hvítlauksrif
1 msk rifið engifer
½ rauttchilialdin
1 tsktúrmerik
1 tsk cumin
1 tsk múskat
2 msk tómatpúrra
200 g hakkaðir tómatar
3 msk sýrður rjómi
3 msk vanilluskyr
1 dl rjómi
handfylli ferskur kóríander

Aðferð:

Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlauk, engifer og chili. Bætið kryddunum út á pönnuna og hrærið. Því næst fara hakkaðir tómatar, tómatpúrra, sýrður rjómi,
rjómi og skyr  saman við. Leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur og steikið kjúklinginn á meðan. Setjið kjúklinginn út í pottinn og leyfið sósunni að malla í 20 mínútur. Smakkið ykkur til með salti og pipar.