Eftirréttur með Ísey skyri og bláberjum

20 stk. makkarónukökur

100 g íslenskt smjör

250 ml rjómi

2 dósir Ísey skyr með bláberja- eða vanillubragði

Bláber

Súkkulaðispænir

 

Takið fram 4 skálar og myljið 5 makkarónukökur í botninn á hverri skál.

Bræðið smjör og hellið yfir makkarónukökurnar.

Þeytið 250 ml af rjóma og blandið tveimur dósum af bláberja- eða vanilluskyri við rjómann með sleif.  

Næst er skyrblandan sett yfir makkarónukökurnar.

Ofan á er hægt að setja hvað sem hugurinn girnist. T.d. fersk bláber, súkkulaðispænir eða muldar piparkökur.

ÍSEY SKYRSKÁL MEÐ ACAI OG SUÐRÆNUM ÁVÖXTUM

Lesa meira

ÍSEY SKYRSKÁL MEÐ ACAI OG JARÐARBERJUM

Lesa meira

Oreo triffli með saltaðri karamellusósu

Lesa meira