Vanillu hafra og chia grautur
1 lítil dós Ísey skyr vanilla
1/2 dl hafrar
3 msk. chia fræ
1 dl mjólk
½ tsk. vanilludropar
1 stk. Kiví
Brómber
1/3 banani
Aðferð:
Blandið saman höfrum og skyrinu.
Skerið bananann í bita og bætið þeim út í skyr blönduna.
Flysjið kívíið og skerið það í sneiðar. Með litlu smákökuformi, skerið út 3 blóm (má sleppa), skerið restina af kívíinu í bita og blandið þeim saman við skyrið.
Blandið saman chia fræjum, mjólk og vanillu dropum, látið standa í 5 mínútur og hellið svo yfir skyrblönduna.
Toppið með nokkrum brómberjum, lokið krukkunni og geymið yfir nótt.