Orkustykki með skyrkökufyllingu
2 1/3 dl hveiti
2 1/3 dl haframjöl
1 dl púðursykur
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
50 g smjör, brætt
3 msk. bragðlítil olía
3 msk. appelsínusafi
2 dl vanillu skyr
2 msk. hveiti
1 1/2 msk. sykur
1 egg
2 dl þurrkuð trönuber
5 stk. þurrkaðar fíkjur
Aðferð:
Kveikið á ofninum og stillið á 165°C.
Blandið saman hveiti, haframjöli, púðursykri, matarsóda og salti.
Bræðið smjör, hellið út í olíu og appelsínusafa, blandið því svo saman við hafrablönduna. Setjið smjörpappír í lítið eldfast mót (t.d. 15x23 cm). Takið helminginn af deiginu og þrýstið því í botninn og hliðarnar á eldfasta mótinu. Geymið restina af deiginu.
Blandið saman skyri, hveiti, sykri, eggi og trönuberjum. Hellið blöndunni ofan á hafrabotninn í eldfasta mótinu. Myljið restinni af hafrablöndunni yfir og þrýstið létt ofan á til að loka bökunni.
Skerið þurrkaðar fíkjur í sneiðar og leggið ofan á.
Bakið inn í ofni í 40 mín. Takið út úr ofninum og látið kólna í 20 mín, skerið þá í lengjur.