Hakkbollur með tzatziki sósu

1 pakki hakk

1 dl brauðraspur

1 egg

1/2 rauðlaukur smátt saxaður

2 stk. hvítlauksgeirar

1/2 tsk. pipar

1/3 tsk. salt

1 msk. olía til steikingar

 

Tzatziki sósa:

1/3 gúrka

1 msk. ferskt dill

2 msk. Ísey skyr hreint

Safi úr 1/2 sítrónu

1 stk. hvítlauksgeiri

 

Hakkbollur:

Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.

Setjið hakkið í skál ásamt brauðraspi og eggi.

Skerið rauðlaukinn og hvítlaukinn mjög smátt niður, bætið þeim ofan í skálina. 

Kryddið með salti og pipar, blandið öllu mjög vel saman. Búið til bollur úr deiginu.

Setjið olíu á pönnu og steikið bollurnar þangað til þær eru byrjaðar að eldast á öllu hliðum, setjið þær svo í eldfast mót og bakið inn í ofni í 15 mínútur eða þangað til þær eru eldaðar í gegn (tími fer eftir stærð bollanna).

Tzatziki sósa:

Skerið gúrkuna eftir endilöngu og fjarlægið kjarnann með skeið. Skerið gúrkuna fyrst langsum og svo í litla bita. Setjið hana í skál og bætið Ísey skyri út í.

Kreistið sítrónusafa yfir og pressið hvítlaukinn ofan í sósuna.

Skerið dill smátt niður, blandið saman og smakkið til með örlitlu salti.

Grillað lambakjöt með ljúffengri chiliskyrsósu

Lesa meira

Kókoskaka með Ísey skyr jarðarberjafyllingu

Lesa meira