Bananabrauð
2 egg
2 þroskaðir bananar
60 g smjör
2 dl sykur
3 1/5 dl hveiti
1 tsk vanillu extract (eða vanillusykur)
170 g vanilluskyr
½ dl mjólk
2 tsk lyftiduft (ég nota vínsteinslyftiduft)
Aðferð:
Hrærið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós.
Bræðið smjörið við vægan hita og leggið til hliðar.
Sigtið saman hveiti og lyftiduft a.m.k. tvisvar sinnum saman og blandið saman við eggjablönduna.
Merjið banana og bætið saman við ásamt vanillu skyrinu, mjólkinni og smjörinu. Smyrjið form og hellið deiginu í formið, ég sáldra alltaf svolítið af haframjöli yfir en það er algjörlega valfrjálst.
Bakið við 180°C í 45 – 50 mínútur.