SAGAN OKKAR

Fyrstu landnámsmennirnir komu til Íslands fyrir 1100 árum. Þeir fluttu með sér þekkingu á skyrgerð . Eftir því sem tíminn leið dalaði og hvarf að lokum kunnátta skyrgerðar hjá öðrum norrænum þjóðum. Til allrar lukku, þraukaði og dafnaði skyrgerð á Íslandi og kunnáttan erfðist milli kynslóða.

Í gegnum aldirnar hefur íslenskt skyr gegnt mikilvægu hlutverki í mataræði Íslendinga . Það voru oft erfiðar aðstæður og erfitt að afla matar en skyr gaf góða orku og næringarefni. Á sveitabæjum um allt land voru það konurnar sem sinntu skyrgerð - þróuðu bestu tækin til að framleiða skyr og komu bæði aðferðum og hinum upprunalegu íslensku skyrgerl um áfram - frá móður til dóttur, og til okkar.

Ísey skyr byggir á þessari merkilegu arfleifð en það voru konur sem kenndu mjólkurfræðingum listina að búa til skyr, eins og þær höfðu lært af mæðrum sínum. Próteinríkt, fitulaust, áferðarmjúkt og gómsætt Ísey skyr á jafn mikið erindi við nútímaneytendur og skyrið fyrr á öldum.